Page 1 of 1
PEX
Posted: November 13th, 2011, 9:39 am
by JoiG
Ég er búinn að ná í Pex pluginið og nota tutorials um hvernig á að nota það og svona en það virðist ekki virka þegar ég er í servernum, ég setti sjálfan mig sem owner og breytti um lit og svona en samt var ég bara hvítur og hafði engin permissions þegar ég var í servernum, ég er búinn að reloada og svona.

Re: PEX
Posted: November 13th, 2011, 1:10 pm
by Gussi
Athugaðu server.log, þegar þú ræsir serverinn þá sérðu hvort PEX hafi náð að loadast eða hvort það hafi krassað. Það er mjög mikilvægt að þú takir bara mark á því sem stendur í console (server.log), en ekki hvað þú sérð í leiknum sjálfum

Þótt það hljómi undarlega.
PEX sér ekki um að lita nafnið þitt, það sér um að tilgreina suffix/prefix fyrir nafnið þitt, en annað chat plugin verður að sjá um að tengjast við PEX og lita nafnið þitt eftir því. Þannig það væri mjög eðlilegt að nafnið þitt sé hvítt, en afhverju þú ert ekki með permissions fyrir neitt er annaðhvort vegna þess að PEX náði ekki að loada, eða vegna þess að þú ert að gera eitthvað vitlaust í uppsetningu.
Re: PEX
Posted: November 13th, 2011, 4:15 pm
by JoiG
Það getur vel verið að uppsetningin sé eitthvað vitlaus þegar ég fer í yaml checker kemur þetta
ERROR:
mapping values are not allowed here
in "<unicode string>", line 3, column 16:
default: true
^
Ég botna ekkert í þessu..
Re: PEX
Posted: November 13th, 2011, 4:34 pm
by stimrol
Það þarf að nota bil (space) í allri uppsetning ekki tab. Allur texti þarf að vera rétt uppsettur eins og þetta
alltaf 2 bil á milli.
Re: PEX
Posted: November 13th, 2011, 6:28 pm
by GummiA
stimrol wrote:Það þarf að nota bil (space) í allri uppsetning ekki tab. Allur texti þarf að vera rétt uppsettur eins og þetta
groups:
Default:
default: true
alltaf 2 bil á milli.
Já öll smáatriði skipta máli.
Re: PEX
Posted: November 13th, 2011, 8:09 pm
by Gussi
Yep, eitt space of mikið eða of lítið, og plugin'ið mun ekki ná að loada.
Re: PEX
Posted: November 13th, 2011, 8:16 pm
by GummiA
Líka hvernig þú strokar eitthvað út, í sumum tilfellum skiptir það máli.
Re: PEX
Posted: November 14th, 2011, 9:08 am
by JoiG
Takk fyrir hjálpina allir
