Page 1 of 1

Var að hugsa hvernig hægt væri að block'a ip?

Posted: June 22nd, 2015, 6:46 pm
by Jonni1122
Hæ, Ég heiti Jonni og var að hugsa hvort hægt væri að block'a ip við að komast í gegnum router'inn/Forward'ið, Hef lent í því að sumir einstaklingar eru að algerlega drepast úr DDoS árásum og vildi bara reyna hjálpa?

Re: Var að hugsa hvernig hægt væri að block'a ip?

Posted: June 22nd, 2015, 7:18 pm
by leFluffed
yeeee, no.
ég held þú getur einu sinni ekki vitað hvaða ip er að ddosa þig.

Re: Var að hugsa hvernig hægt væri að block'a ip?

Posted: June 22nd, 2015, 9:40 pm
by Gussi
tl;dr: Já það er hægt, en það hjálpar ekki gegn DDoS.

Flestar DDoS árásir sem herjar íslenska minecraft servera eru þess eðlis að þær koma frá mörgum stöðum í einum, frá hundruði jafnvel þúsundi IP addressa. Jafnvel þótt þú myndir loka á þessar IP addressur á routernum þá mun það líklega ekki breyta neinu, þar sem þetta er oftast volumetric árásir, þ.e.a.s útfærðar til þess að valda álagi á networkið ekki "minecraft serverinn". Þannig leið og traffíkin er komin að routernum þá skiptir litlu hvort hann reyni að senda traffíkina áfram eða ekki, routerinn sjálfur fer í steik.