Page 1 of 1

Hvernig skal losa sig við auglýsingar á netinu ef adblock...

Posted: February 28th, 2015, 8:22 pm
by oliver_Builder
Hæ, Ef þið eruð með kveikt á adblocker og það eru samt auglýsingar sem fara ekki, finnst það vera pirrandi hefuru örugglega verið hackaður af webget, svo getur verið í toolsbar (í windows) mynd af lás og það kemur alltaf yahoo síðan þegar þú stimplar inn eitthvað sem er mjög pirrandi >:l ég var að lenda í þessu og náði ekki að losa mig við þetta fyrr en í dag þannig að mig langar að segja hvernig maður á að losa sig við þetta!! ;) Hef feitletrað þar sem stendur hvert þið farið eða eigið að finna. Hef líka á milli sviga á íslensku fyrir þá sem eru með íslenskan tungumálapakka í tölvunni sinni ;)

Tutorial:
Það sem þið gerið fyrst er að smella á start takkann (sorry, kann þetta ekki á mac, bara með leiðbeiningar fyrir windows) og smella á "Control Panel" (á íslensku: "stjórnborð"), svo smelliði á "Programs & Features" (á íslensku: "Forrit og eiginleikar"), finnið forritið webget og tvísmellið á það, þá kemur uninstall (sem er heimskulegt fyrir fyrirtækið) og skrifið það sem stendur á myndinni, svo fer uninstallið í gang og svo þegar þú ert búinn að uninstalla er gott að restarta tölvunni.