Page 1 of 2
íslenskt Minecraft-orðasafn
Posted: February 18th, 2015, 1:46 pm
by aesa
Hæ - ég er að vinna að þýðingu bóka um Minecraft - á einhver handa mér íslenskt orðasafn um helstu hugtök leikjarins (þá á ég við hluti eins og tegundir grjóts, vopn og slíkt) Ég lofa að þýða ekki orðið creeper!
Það væri ótrúlega vel þegið að fá sendan lista á
[email protected]
Kær kv.,
Æsa
Re: íslenskt Minecraft-orðasafn
Posted: February 18th, 2015, 8:29 pm
by styrmirprump
Sniðugt enda löngu kominn tími á flottar þýðingar. Mér finnst að börn sérstaklega sem spila minecraft ættu að nota íslensk orð frekar eins og að segja bara til dæmis þó að það tengist ekki beint þessu en mér finnst semsagt að börn ættu að segja t.d hrafntinna í stað þess að segja obsidian eða að segja smaraðgur í staðinn fyrir emerald. Held samt að emerald gæti verið sniðugt sem íslenskt orð
et.
nf: emerald
þf: emerald
þgf: emeraldi
ef: emeralds
ft.
nf: emeraldar
þf: emeralda
þgf: emeröldum
ef: emeralda
Nenni ekki að fara út í hvernig maður segir með greini og svona
Re: íslenskt Minecraft-orðasafn
Posted: February 18th, 2015, 8:47 pm
by saevar2000
https://crowdin.com/project/minecraft scrollar smá niður og velur iceland, notar svo bara search
Re: íslenskt Minecraft-orðasafn
Posted: February 19th, 2015, 10:00 am
by aesa
Takk fyrir kærlega - við reynum að vanda þetta eins og við getum.
Re: íslenskt Minecraft-orðasafn
Posted: February 19th, 2015, 3:24 pm
by leFluffed
Notaru - í staðinn fyrir , eða þarf ég að taka eftir í íslensku?

Re: íslenskt Minecraft-orðasafn
Posted: February 19th, 2015, 3:39 pm
by styrmirprump
notarðu*

Re: íslenskt Minecraft-orðasafn
Posted: February 19th, 2015, 3:59 pm
by leFluffed
styrmirprump wrote:notarðu*

k.
ég skilil, boðháttur og alles en notaru er slangur sem er oft notað af mér og öðrum.
*insert deal with it image*
Re: íslenskt Minecraft-orðasafn
Posted: February 19th, 2015, 6:16 pm
by styrmirprump
notarðu-hefurðu-ætlarðu-siturðu-stendurðu-
Það er oft tekið Ð-ið út en málið er að það er borið nákvæmlega eins fram sama hvort það sé notarðu eða notaru. Allavega hjá linmæltu og latmæltu fólki sem er að taka yfir. Þó að maður skrifi notarðu þá dettur Ð-ið vanalega út í framburðinum og því er ég ekki viss hvort hægt sé að kalla ''notaru'' slanguryrði. En auðvitað fer það eftir því hvað almenningur vill og ef þú og félagar þínir skrifa notaru þá veit ég ekki af hverju við ættum ekki að taka það með sem slanguryrði

Re: íslenskt Minecraft-orðasafn
Posted: February 19th, 2015, 7:27 pm
by leFluffed
styrmirprump wrote:notarðu-hefurðu-ætlarðu-siturðu-stendurðu-
Það er oft tekið Ð-ið út en málið er að það er borið nákvæmlega eins fram sama hvort það sé notarðu eða notaru. Allavega hjá linmæltu og latmæltu fólki sem er að taka yfir. Þó að maður skrifi notarðu þá dettur Ð-ið vanalega út í framburðinum og því er ég ekki viss hvort hægt sé að kalla ''notaru'' slanguryrði. En auðvitað fer það eftir því hvað almenningur vill og ef þú og félagar þínir skrifa notaru þá veit ég ekki af hverju við ættum ekki að taka það með sem slanguryrði

Já. Ok. Takk.
Re: íslenskt Minecraft-orðasafn
Posted: February 20th, 2015, 11:34 am
by aesa
Ég nota mikið tilstrikin í svona netspjalli eins og á fb og víðar, kæmist ekki upp með það í vinnunni. Ægilega ljótt þegar þau eru út um allt í prentuðum texta.
Kær kv.,
Æsa