Page 1 of 1

Þarf smá forritunarhjálp með bukkit plugin

Posted: December 11th, 2011, 5:22 pm
by Gussi
Ég hef startað smá project sem ég þarf hjálp með, ef einhver nennir og getur hjálpað. :)

Eins og flestir vita þá er IP filter á Sandkassanum (gussi.is), þannig að einungis íslenskar IP tölur komast inn. Hingað til ég notað iptables til að filtera IPs í gegn, þannig ég þarf að uppfæra þennan lista sjálfur reglulega og að bæta við IP tölum af og til, allt manually. Orðið frekar þreytt þannig ég þarf nýja lausn.

Lausnin er Whitelist plugin. Það er reyndar til helling af Whitelist plugins (og innbyggt whitelist er líka til staðar) en það er tvennt sem verður nauðsynlega að vera til staðar, og ég hef hingað til ekki séð neitt plugin sem hefur það. Í fyrsta lagi er það möguleiki á að whitelista CIDR, þ.e.a.s heilt range af IP tölum, og í öðru lagi er það sjálfvirk uppfærsla á is-net frá RIX, engin von að það sé ekki til.

Fyrir þá sem hafa áhuga, hér er linkur inná Bukkit Developer Portal sem er með upplýsingar fyrir uppbyggingu plugins, og hér er annar linkur inná Whitelist projectið sem ég hef startað á github. Endilega forkið repo'ið, skoðið kóðann, og látið mig vit hvað þið gætuð gert til að hjálpa, sendið síðan pull request á mig.

Ég get því miður ekki kennt neinum á java, eclipse eða git(hub). Það væri aðeins of mikið vesen fyrir mig, tímanum yrði betur eytt í að vinna í þessu sjálfur. En það er alveg hafsjór af upplýsingum á internetinu. :)

Það eru engin laun í boði. En þeir sem hjálpa til og committa eitthvað nytsamlegt gætu fengið eitthvað fancy á Sandkassanum. That is all.
fancy.png
fancy.png (3.76 KiB) Viewed 4578 times

Re: Þarf smá forritunarhjálp með bukkit plugin

Posted: December 11th, 2011, 7:05 pm
by Binni
lýst vel á þetta, því miður gæti ég ekki hjálpað þér en ég skil svona basic structurið á þessu. Gætiru samt ekki notað iceland.rix.is (myndi reyndar bara virka fyrir Íslendinga) ?

Re: Þarf smá forritunarhjálp með bukkit plugin

Posted: December 12th, 2011, 10:51 am
by LeprOus
hvernig er þetta sett inn. config.txt eða eh álíka ? t.d.
ip
ip
ip
ip
o.s.frv ?

væri ekkert mál að vippa upp einu delphi forriti sem gæti addað í svoleiðis. t.d. taka af eins og þú segir is-net

Re: Þarf smá forritunarhjálp með bukkit plugin

Posted: December 12th, 2011, 6:17 pm
by Gussi
B.Ingimarsson wrote:lýst vel á þetta, því miður gæti ég ekki hjálpað þér en ég skil svona basic structurið á þessu. Gætiru samt ekki notað iceland.rix.is (myndi reyndar bara virka fyrir Íslendinga) ?
Jú það væri hægt að gera DNS lookup, en ég vil einmitt geta whitelistað aðrar erlendar IP, þannig ég þyrfti að hafa tvo mekanisma til að tékka á IP við player join, einn sem tékkar whitelistann og annan sem lookuppar. Held það sé bara betra að uppfæra whitelist'ann með is-net tölunum, og tékka á einum stað, single source of truth :)
LeprOus wrote:hvernig er þetta sett inn. config.txt eða eh álíka ? t.d.
ip
ip
ip
ip
o.s.frv ?

væri ekkert mál að vippa upp einu delphi forriti sem gæti addað í svoleiðis. t.d. taka af eins og þú segir is-net
Ég útfærði abstract Datasource klasa sem sér um innsetningu og eyðingu gagna. Þannig það er hægt að útfæra flatfile virkni ef einhver nennir, ég er bara búinn að henda inn MySQL datasource og efast um að ég muni gera einhvern annan :p

Re: Þarf smá forritunarhjálp með bukkit plugin

Posted: December 14th, 2011, 10:22 pm
by TheNokar
.

Re: Þarf smá forritunarhjálp með bukkit plugin

Posted: December 23rd, 2011, 2:40 pm
by Binni
Ætlaru samt að publisha þessu þegar það er til ?, gæti vel hugsað mér að nota þetta :)

Re: Þarf smá forritunarhjálp með bukkit plugin

Posted: December 23rd, 2011, 3:33 pm
by RatedA
B.Ingimarsson wrote:Ætlaru samt að publisha þessu þegar það er til ?, gæti vel hugsað mér að nota þetta :)
Nokkuð viss um að þú gætir blikkað gussa til að gefa þér þetta ;p

Re: Þarf smá forritunarhjálp með bukkit plugin

Posted: December 23rd, 2011, 4:29 pm
by Gussi
At the moment getur þú sótt kóðann á https://github.com/Gussi/Whitelist og compile'að sjálfur það sem komið er ;Þ En sure, gæti pakkað þessu saman í .jar up for download þegar ég tel þetta tilbúið, no idea hvenær samt ;P