HJÁLP!!!!

Moderator: Gussi

Locked
oliver_Builder
Posts: 524
Joined: October 9th, 2014, 4:31 pm
Location: Á Jörðinni
Contact:

HJÁLP!!!!

Post by oliver_Builder »

Ég er Oliver_Builder og mig langar að búa til sjoppu. Ég hef verið að skoða leiðbeiningar um sjoppu úr kistum og skyltum en það virkar alls ekki inn á gussa servernum!!! :( Þannig að þarf ég sérstakt leyfi til þess eða einhverja skipun eða bara, hvernig get ég búið til sjoppu inn á gussa serverinum :?: :!: :?: :!: :?: :!:
oliver_Builder
Posts: 524
Joined: October 9th, 2014, 4:31 pm
Location: Á Jörðinni
Contact:

Re: HJÁLP!!!!

Post by oliver_Builder »

ég er bara nýbúinn að kaupa mér minecraft svo ég kann ekki mikið á svona servera!!!
Hafsteinnd
Posts: 1337
Joined: August 7th, 2012, 10:03 pm

Ef þú ferð eftir þessu ætti allt að fara vel

Post by Hafsteinnd »

Sæll Óliver og allir þeir sem þurfa nánari upplýsingar um pluginið Shop sem gerir manni kleipt að setja upp búðir með kistum og skiltum. Hér má nálgast leiðbeiningar með myndum. Allir á servernum geta gert svona sjoppu og það er virkilega auðvelt þegar maður nær tökum á því, ef þú fylgir þessum 7 skrefum hér að neðan ætti allt að ganga upp og þú getur haft þína eigin sjoppu þar sem aðrir geta keypt af þér án þess að þú þurfir að hafa áhyggjur af neinu nema auðvitað að hafa nóg af dóti í kistunum :). Gangi þér vel og ekki hika við það að spyrja.

[Fyrsta skref]: Settu niður kistu þar sem þú vilt að hægt verði að selja eða kaupa.
[Annað skref]: Setur skilti niður FYRIR FRAMAN KISTUNA.
[Þriðja skref] [Skilti-lína 1]: Í efstu línu skrifar þú þetta: [Shop]
[Fjórða skref] [Skilti-lína 2]: Í aðra línuna stimplar þú inn magnið af hlutnum sem þú vilt láta selja eða kaupa í einu. Segjum að ég ætli að selja 10 logs, þá stimpla ég inn töluna 10 í línu númer tvö.
[Fimmta skref] [Skilti-lína 3]: Í þriðju og næst neðstu línu stimplar þú inn verðið sem þú vilt láta hlutina þína fara á, segjum að ég vilji selja 10 logs á 15 fé, þá stimplar þú inn töluna 15 sem stendur þá fyrir 15 fé.
[Sjötta skref] [Skilti-lína 4]: Í fjórðu og jafn framt neðstu línuna velur þú hvort þú ætlar að selja hlutina eða láta aðra selja til þín hlutina. Segjum sem svo að ég ætli að selja hlutina mína, þá skrifa ég orðið Sell. Ef ég ætla að láta aðra selja til mín hlutina skrifa ég orðið Buy.
[Sjöunda skref]: Þá ætti skiltið að vera klárt nema það vantar að vita hvaða hlut þú ætlar að selja. Í mínu tilfelli ætla ég að selja 10 logs eins og áður kom fram, þá vinstrismelli/hægrismelli (man ekki alveg hvort, prófaðu bæði) ég á skiltið með hlutnum sem í mínu tilfelli var logs. Ef allt gengur upp á hluturinn að svífa ofan á kistunni.

Þá ætti þessi ágæta búð að vera klár og fólk getur byrjað að kaupa eða selja hluti hjá þér. Ef þetta virkar ekki láttu þá vita og við lögum það. Ef þú vilt að hægt verði að selja og kaupa hjá þér láttu þá vita.

-Hafsteinn
Locked

Return to “Gussi.is - Harðkjarna build”