Hvað er irc

Allt varðandi hvernig á að gera server og hver eru bestu moddin
Post Reply
hfinity
Posts: 79
Joined: September 2nd, 2011, 8:08 am

Hvað er irc

Post by hfinity »

Ég hef verið að spurjast fyrir um hvort fólk viti af irc og hvað það er.
Niðurstaðan sem ég fékk var augljós, of fáir vita af því.
Eftir að ég hafði tryggt þá niðurstöðu fékk ég þá hugmynd að gefa stutta lýsingu um irc og hvernig það er notað.

IRC er stuttnefni fyrir orðin "Internet Relay Chat", með þessum orðum er auðvelt að átta sig á hvað irc er.
irc er notað svipað og forum á netinu nema það er gagnvirkt, þú spjallar við alla beint.

Það er óhemju mikið magn af forritum til að tengjast irc lénum.
Mest notaða forritið heitir "mIRC" sem er framleitt fyrir Microsoft og dreift til viðskiptavina sem eiga Windows.
Hérna eru leiðbeiningar fyrir mirc Smella hér

Það eru til auðveldari leiðir til að tengjast, ein þeirra er dummy-proof og er www.mibbit.com
Hérna er til dæmis listi af netum sem hægt er að tengjast með mibbit http://search.mibbit.com/networks

Það er líka hægt að leita af rásum, til dæmis: Mín server rás, eða bara tengjast beint: Mín server rás eða Sandkassinn

Vonandi hjálpar þetta einhverjum :D
Last edited by hfinity on September 18th, 2011, 5:43 pm, edited 1 time in total.
RatedA
Posts: 543
Joined: August 6th, 2011, 9:12 pm

Re: Hvað er irc

Post by RatedA »

Swanmark wrote:REKT
hfinity
Posts: 79
Joined: September 2nd, 2011, 8:08 am

Re: Hvað er irc

Post by hfinity »

Þetta topic eru bara leiðbeiningar fyrir mirc hvernig á að nota það. Þetta er leiðbeiningar fyrir mibbit. Different thing ;)
Gussi
Site Admin
Posts: 777
Joined: July 3rd, 2011, 4:09 pm

Re: Hvað er irc

Post by Gussi »

Þess má einnig geta að EsperNet er semi-official Minecraft hangout networkið, og #minecraft á EsperNet er the official Minecraft rásin. Það getur stundum orðið frekar chaotic þarna, enda um 700 manns inná rásinni á rólegum degi. Mojang starfsmenn eiga það til að líta þangað inn og tala við liðið, jeb sérlega duglegur við það að gefa okkur live updates þegar það eru einhver issues með login.

Einnig eru til sér rásir á esper fyrir multiplayer og singleplayer mods. #bukkit og nánast öll önnur bukkit plugins sem eru notuð að einhverju ráði eru með rásir þarna, ómissandi fyrir þá sem eru að reka server, færð strax að vita um nýtt dev build á bukkit og plugins. Svo auðvitað, allir þeir sem eru að þróa þessi mods/plugins eru þarna, það getur verið mjög þægilegt ;)

Svo auðvitað, þarf ekki að minnast á það, ég heng inná Esper 24/7 :)
Post Reply

Return to “Tæknilega hornið”