Að setja upp minecraft server með VPS Á Ubuntu

Allt varðandi hvernig á að gera server og hver eru bestu moddin
Post Reply
User avatar
Zreddz
Posts: 11
Joined: August 1st, 2018, 2:00 pm
Location: Ísland
Contact:

Að setja upp minecraft server með VPS Á Ubuntu

Post by Zreddz » August 2nd, 2018, 1:14 pm

Hæhæ! Svo sumir sem eiga servera eru með þá hýsta heima hjá sér sem er ekki ráðlegt vegna IP to Location & auka stressi á netinu heima hjá sér. Svo hér er ég kominn til þess að kenna ykkur að hýsa server með VPS server sem hægt er að leigja hjá hýsingum eins og OMGServ og Vultr. Nú sumir gætu spurt: "Af hverju ekki bara að nota venjulega "Minecraft server" hýsingu?"
Það er vegna þess að:
1. Minecraft server hýsingar eru jafn dýar og VPS en þú færð bara EINN server
2. Það er limit á hversu mörg "player slots" þú getur haft
3. Minecraft Server hýsingar eru yfirleitt hægari.
4. Með VPS er hægt að setja upp BungeeCoord (a.k.a. margir serverar í einu)
Svo byrjum þá!

Uppsetning
1. Við verðum að eignast VPS server, góðar hýsingar eru https://omgserv.com/ og Vultr (googlið vultr ef þið viljið). Til þess að eignast VPS srverinn verðið þið að fara á síðuna hjá hýsingunni og kaupa / leigja VPS server. Eftir að hafa eignast einn slíkann skoðið skref 2.

2. Þegar þið eruð komin með server finnið "connection details" eða eitthvað samskonar í control panelinu, þetta er það sem við þurfum til þess að setja upp VPS'inn okkar. Því næst þarf að niðurhala PuTTy https://www.putty.org/ (þetta er það sem við notum til að tengjast servernum til að nota hann.

3. Þegar þið hafið sett upp putty og hafið upplýsingar fyrir tenginguna þarf að slá það inn í putty. Til þess að gera þetta þarf að opna PuTTy forritið og slá inn IP töluna í reitinn sem byrtist. Og ýta á Open.
putty.PNG
putty.PNG (28.74 KiB) Viewed 1525 times
4. Nú þegar þið hafið tenginuna ykkar þarf að setja inn notendanafn og aðgangsorð. Þetta er það sem þið gáfuð fram þegar þið keyptuð VPS'inn. Ég er með "root" notendanafnið svo ég slæ inn "root" og ýti á enter. Því næst byrtist reitur fyrir aðgangsorðið sem þið þurfið svo að gefa upp og ýta á enter.
putty2.PNG
putty2.PNG (7.95 KiB) Viewed 1525 times
5. Nú þurfum við að slá inn nokkrar skipanir til þess að setja upp VPS'inn, fyrst sláum við inn

Code: Select all

apt-get install screen
(hægri kæikkið í putty til að pasta) og ýtið svo á enter. Næst sláum við inn skipunina

Code: Select all

apt-get install default-jre
(þetta gerir okkur kleift að keyra minecraft serverinn.

Eftir að þetta er búið fylgið leiðbeiningum um uðppsetningu á minecraft server. Ef þið hafið einhv vandamál pm'ið mig bara.

Uppsetning á minecraft server
Athugið: Til þess að þetta virki verðið þið að hafa gert minecraft server nú þegar sem hægt er að uploada og keyra strax.

1. Náið í forritið FileZilla, þetta gerir okkur kleift að hlaða upp skrám á VPS'inn.

2. Í FileZilla sláið þið inn í reitina sem byrtast efst þessar upplýsingar: IP töluna af servernum, notendanafnið, aðgangsorðið og portið 22
filezilla.PNG
filezilla.PNG (19.62 KiB) Viewed 1525 times
3. Ýtið á quickconnect og þið ættuð að sjá að þið eruð inní möppu, hér ætlið þið að hægri clicka og ýta á "create new directory and enter it", skýrið möppuna "server"

4. Inní þeirri möppu dragið allar skrárnar úr möppunni fyrir minecraft serverinn ykkar sem er á tölvunni ykkar yfir í filezilla. Eftir það lokið filezilla.

5. Farið aftur inný putty og þegarþið eruð komin inn sláið inn skipunina

Code: Select all

cd server
. Næst sláiði inn skipunina

Code: Select all

screen -S "server"
. Eftir það sláið inn skipunina

Code: Select all

java -jar server.jar
breytið server.jar í það sem jarfilið ykkar heitir. Eftir þetta ætti minecraft serverinn að boota upp og ef þú lokar putty mun hann samt vera í gangi vegna þess að við settum upp screen :D.

Athugið: gott er að eiga lén (eitthvað.is) til að beina að servernum og tengjast honum þannig, hægt er að fá eitt slíkt frítt með https://freenom.com/

Googlið betri tutorial ef þessi dugði ykkur ekki.
https://zreddx.net/ - Hef vandamál

Post Reply