[TUTORIAL] IRC - HexChat

Allt varðandi hvernig á að gera server og hver eru bestu moddin
Post Reply
User avatar
Swanmark
Posts: 2162
Joined: October 8th, 2011, 7:59 pm
Location: Penisland
Contact:

[TUTORIAL] IRC - HexChat

Post by Swanmark »

Hæ,
IRC er vinsæll samskiptamiðill þar sem hægt er að búa til "rásir" eða "herbergi" (e. channels, rooms). Serverinn Gussi.is notar Rásina #Gussi.is til að skeyta saman IRC tali og In-game minecraft tali. Almennt minecraft spjall er svo á #minecraft.
Ég ætla að sýna hvernig skal ná í HexChat, sem er IRC client, og tengjast Lolnet.

1.
Náðu í HexChat. <- Smella.
Image

2.
Eftir skref eitt fer HexChat líklega í Downloads möppuna. Ég ætla að færa það á Desktop hjá mér.
Image

3.
Opna HexChat með því að tvísmella á það.
Ef að það kemur gluggi eins og á eftirfarandi mynd er óhætt að afhaka "Always ask before opening this file" og smella á Run.
Image

Þegar HexChat opnast skal smella á Next takkann, og þá kemur gluggi með fullt af texta. Ef þú hefur áhuga á að lesa þetta license gerðu það, smelltu í "I accept the agreement" og smelltu á Next.
Stutta útgáfan af þessu license (GNU General public license) er sem hér stendur:

Code: Select all

You may copy, distribute and modify the software as long as you track changes/dates of in source files and keep modifications under GPL. You can distribute your application using a GPL library commercially, but you must open-source it under GPLv3. 
Image

4.
Í næsta glugga áttu að velja þá möppu sem þú villt setja upp forritið. Hjá öllum sem vita ekki hvað þetta er, þá skal bara ýta á Next.
Ég ætla að velja mér aðra möppu vegna þess að ég set öll mín forrit á annan disk en stýriskerfisdiskinn minn.
Image

Ef að þetta kemur, þýðir það að þú hafir sett upp HexChat áður, og nú ertu líklega að setja upp nýrri útgáfu. Smelltu á "Yes".
Image

5.
Í næsta glugga skal aftur ekki breyta neinu nema að þú vitir hvað þú ert að gera. Ég ætla að smella á "Next".
Image

6.
Í þessum glugga skal haka í "Yes" ef að verið er að setja upp forritið á disk sem er stundum tekinn úr sambandi frá tölvunni (flakkara eða annað eins). Annars skal láta það vera og ýta bara á "Next".
Image

7.
Í þessum glugga ýtir þú á "Install". Þetta gæti tekið smá tíma, ætti ekki að taka of langann tíma. Eftir að það er búið skal smella á "Finish".
Image

8.
Þegar það opnast lítill gluggi sem heitir Network List, skal setja inn Nick name, second og third choice eru bara nickname og undirskora, ein í second, tvær í third. Usename má vera hvað sem er.
Image

9.
Svo skal ýta á Add takkann fyrir neðan Username boxin, og skrifa "Lolnet".
Image

10.
Smelltu svo á "Lolnet", sem þú varst að búa til og smelltu svo á Edit... takkann.
Þá færðu upp skjá ekki svo ósvipaðann þessum.
Image

11.
Breyta skal öllu svo að það passi við eftirfarandi mynd, og svo skal smella á Close.
Image

12.
Svo smelliru á "Connect" og færð upp eftirfarandi glugga.
Image

13.
Hakaðu í "Join this channel:" og settu #gussi.is í boxið að aftan eins og á þessari mynd sýnir, og smelltu svo á Ok.
Image

14.
Þú ert komin/nn á spjallrásina sem er tengd við In-game spjallið! Segðu hæ! :)
Til að komast inn á #minecraft, almennu minecraft spjallrásina skal gera eins og myndin sýnir.
Image
Og svo
Image
Og smella á OK.


Á hliðinni geturu skipt á milli rása með músinni. Og svo er bara að fikta! :)
Image
Signatures eru fyrir lúða
Post Reply

Return to “Tæknilega hornið”