Smá nostalgíu ferð.

Almennt spjall varðandi Íslenska Minecraft samfélagið
Post Reply
xXminerXx
Posts: 271
Joined: March 5th, 2012, 4:02 pm

Smá nostalgíu ferð.

Post by xXminerXx »

Þið verðið að afsaka þetta, en mig langar bara alveg svakalega að skrifa eitt svona.

Nú hef ég verið dyggur Minecraft spilari í tæp 4 ár og ég hef alltaf verið hluti af þessu samfélagi síðan ég kynntist þessu.
Þá var ég 10 ára (Sem útskýrir notendanafnið mitt hérna) og spilaði klassísikina Gussi.is sem var alveg frábært. Síðan byrjaði ég aðeins á cc.minecraft.is. Þá var hann ekki troðfylltur af asnalegum og toxic krökkum sem að kunna varla að búa til almennilega setningu (eða kannski var ég bara svo barnalegur sjálfur að ég tók ekki eftir þeim). Svo man ég líka eftir árunum 2011-2014 þegar þetta var almennilega aktívt. Ég vil meina að þetta dó algerlega þegar hann Gussi hætti með serverinn sinn. Þá var barasta enginn server sem að fólk villdi fara á nema cc sem var bara fullur af slefandi börnum svo að enginn villdi fara á hann.

Þetta var bara eitthvað sem ég villdi segja um þessa samræðu sem kemur stundum hérna upp að þetta er alveg dautt.
Ég vill samt benda á það að það er hópur á Facebook fyrir þetta sem er bara mun betra umhverfi fyrir svona samfélög. Mun betri staður til að reyna að lífga á þetta en ég segi takk fyrir mig hér í bili.

-Pallinn

https://www.facebook.com/groups/428892843916876/
leFluffed
Posts: 2177
Joined: May 31st, 2012, 8:17 pm
Location: Ísland

Re: Smá nostalgíu ferð.

Post by leFluffed »

Ég er alveg nokkuð sammála þér.
Að mínu mati er samt ástæðan frekar sú að fólkið sem spilaði á þeim tíma byrjaði í öðrum leikjum
og þannig smátt og smátt minnkaði spilurum.
svalurrappari
Posts: 10
Joined: December 30th, 2012, 12:13 pm

Re: Smá nostalgíu ferð.

Post by svalurrappari »

k
User avatar
Robbalingurinn
Posts: 12
Joined: May 3rd, 2015, 1:58 pm

Re: Smá nostalgíu ferð.

Post by Robbalingurinn »

truu
halo vynir
Post Reply