Bug Bounty Program

Moderator: Gussi

Locked
Gussi
Site Admin
Posts: 777
Joined: July 3rd, 2011, 4:09 pm

Bug Bounty Program

Post by Gussi »

Ég hef ákveðið að hefja bug bounty program fyrir gussi.is. Í stuttu máli þá gætu þið eignast 1.000 til 100.000 Fé ingame ef þið getið sýnt mér galla á gussi.is sem gefur ykkur forskot yfir aðra spilara með ósanngjörnum hætti. Þetta getur verið dupe technique, economy exploits, protection bypass, eða bara hvað sem er sem gæti flokkast sem ósanngjarnt forskot.

Hérna er ég auðvitað að tala um server side game mechanics, ég er ekki að veita verðlaun fyrir að uppgötva client side mods sem eru með x-ray og annað álíka. En auðvitað, ef client side mod getur haft áhrif á server side stöðu (dupe eða inventory magic) þá tek ég það til skoðunar.

Besta leiðin til að sýna fram á gallann og hvernig hann er framkvæmdur væri einfaldlega að búa til private YouTube video og senda mér á gussi@gussi.is - Ef þú hefur ekki tök á því að búa til video þá má líka senda greinagóða lýsingu skref fyrir skref á gussi@gussi.is

Það sem hefur áhrif á verðlaunafé fer eftir mörgun þáttum, en er alfarið mín ákvörðun.

Nokkrar fastar reglur
  • Þú verður að sýna framkvæmd gallanns á gussi.is.
  • Fyrstur kemur, fyrstur fær. Því fyrr sem þú tilkynnir, því betra.
  • Ekki nota gallann í eigin þágu, hættu notkun eftir að þú hefur uppgvötvað og tilkynnt gallann.
Það sem getur hækkað verðlaunafé
  • Því meira sem hægt væri að græða eða skemma með gallanum, því hærra fé fæst í verðlaun.
  • Hversu fljótt viðkomandi tilkynnti eftir uppgvötvun á galla.
  • Hversu rekjanlegt þetta hefði verið (minni rekjanleiki == meira fé)
Það sem getur lækkað verðlaunafé
  • Halda gallanum "í gíslingu" og heimta hærra verðlaunafé.
  • Nýta gallann í eigin þágu, fyrir eða eftir tilkynningu. (Best væri að taka það fram í tilkynningu ef það hefur verið gert)
  • Deila gallanum með öðrum
Happy hunting.
oliver_Builder
Posts: 524
Joined: October 9th, 2014, 4:31 pm
Location: Á Jörðinni
Contact:

Re: Bug Bounty Program

Post by oliver_Builder »

Það væri cool!
leFluffed
Posts: 2177
Joined: May 31st, 2012, 8:17 pm
Location: Ísland

Re: Bug Bounty Program

Post by leFluffed »

Haha halda gallanum gíslingu :D

Guys, this is a hostage situation. :D
oliver_Builder
Posts: 524
Joined: October 9th, 2014, 4:31 pm
Location: Á Jörðinni
Contact:

Re: Bug Bounty Program

Post by oliver_Builder »

Fær maður líka laun fyrir lagg sem líta út eins og mod?
Gussi
Site Admin
Posts: 777
Joined: July 3rd, 2011, 4:09 pm

Re: Bug Bounty Program

Post by Gussi »

oliver_Builder wrote:Fær maður líka laun fyrir lagg sem líta út eins og mod?
Veit ekkert hvað það á að vera :p
oliver_Builder
Posts: 524
Joined: October 9th, 2014, 4:31 pm
Location: Á Jörðinni
Contact:

Re: Bug Bounty Program

Post by oliver_Builder »

Gussi wrote:
oliver_Builder wrote:Fær maður líka laun fyrir lagg sem líta út eins og mod?
Veit ekkert hvað það á að vera :p
Ef ég lendi í laggi þannig að ég sé í gegnum alla kubbana en get staðið á ósýnilegu kubbnunum og brotið þá og allt það og sé undir jörðina og sé alla hella, svona x-ray lagg. Tek sem dæmi úr því sem ég lendi í stundum.
Gussi
Site Admin
Posts: 777
Joined: July 3rd, 2011, 4:09 pm

Re: Bug Bounty Program

Post by Gussi »

oliver_Builder wrote:Ef ég lendi í laggi þannig að ég sé í gegnum alla kubbana en get staðið á ósýnilegu kubbnunum og brotið þá og allt það og sé undir jörðina og sé alla hella, svona x-ray lagg. Tek sem dæmi úr því sem ég lendi í stundum.
Hef séð þetta, og ni, engin verðlaun og ekkert sem ég gæti gert í því heldur :)
Locked

Return to “Gussi.is - Harðkjarna build”