Upplýsingar og reglur

Moderators: HarriOrri, Mc_VaDeR, Spordx

Locked
Spordx
Posts: 453
Joined: April 29th, 2012, 9:37 pm

Upplýsingar og reglur

Post by Spordx »

Image

Upplýsingar

CC var stofnaður í byrjun árs 2011 af cc151, oOAlliOo og HarriOrri tóku svo við servernum um mitt árið 2016 eftir að hafa verið stjórnendur á honum frá upphafi. Núverandi eigendur eru oOAlliOo og Vader
CC.Minecraft.is er minecraft leikjaþjónn sem keyrir 1.16.5 PaperSpigot. CC er Survival PvP og snýst leikurinn um að lifa af, safna dóti og berjast við aðra spilara.
Hægt er að stofna faction eða lið svo margir spilarar geti spilað saman og barist á móti öðrum liðum.


Gömul maps

Hægt er að nálgast fjöldan allan af gömlum veröldum af CC.Minecraft.is hjá okkur.
Öll maps eru geymd á http://maps.minecraft.is


Styrkir

Hvernig styrki ég CC ?
- Til að styrkja þarftu að fara inn á http://store.mcraft.is og velja þann pakka sem þú vilt.
Hvað get ég fengið með því að styrkja ?
  • Ef þú styrkir okkur um 50$ þá færðu VIP+ rank
    • 3x /sethome
    • /kit vip+ (2x spawner), /kit enderchest (Samtals 3x spawners)
    • + Allt sem superdonator og vip eru með
  • Ef þú styrkir okkur um 30$ þá færðu VIP rank
    • 3 x /sethome
    • /kit spawner, /kit armor, /kit dtools, /kit enderchest, /kit starter
    • + Allt sem Superdonator er með
  • Ef þú styrkir okkur um 15$ þá færðu Super Donator
    • /hat
    • /kit starter
    • /spawner command
  • Ef þú styrkir okkur um 17$ þá færðu auka spawner sem gildir í 1 map
  • Ef þú styrkir okkur um 20$ þá getur þú fengið unjail ef þú ert í jail
Skilmálar fyrir því að þú styrkir
  • Engin endurgreiðsla fæst, því þetta er styrkur fyrir að reka serverinn, ekki kaup á vöru
  • Ekki er hægt að færa rank á milli notenda
  • Við áskiljum okkur þau réttindi til að breyta perms hjá hverjum sem er, muta hvern sem er og banna hvern sem er án fyrirvara
  • Hver sem er má biðja um ástæðu fyrir banni, muti, eða missi á permission hjá VadeR eða oOAlliOo, en þeir eru ekki skuldbundnir til að unmuta, unbanna eða gefa aðila perms aftur, á neinn hátt
  • CC ber enga ábyrgð á að rank detti út við nafnabreytingar á spilurum
    Þessum skilmálum má vera breytt fyrirvaralaust af eigendum serverins
Hvað er ég lengi að fá rank eftir að ég styrki ?

Ef það er borgað með Kass eða Paypal þá er það um leið og færslan hefur farið í gegn


Reglur

English rules -> viewtopic.php?f=12&t=7709

Hér eru reglur CC.Minecraft.is, brjóti einhver þessar reglur má viðkomandi búast við mute, jail eða ban
  • Nr.1: Stranglega bannað að hafa og/eða nota X-RAY
  • Nr.2: Stranglega bannað að hafa og/eða nota mods/hacks/forrit sem gefa forskot á leikinn
  • Nr.3: Bannað að misnota galla
  • Nr.4: Grief er leyft innan 200 blocks frá spawn, annars er grief bannað
  • Nr.5: Það er bannað að PvPlogga (Það telst pvplogg ef þú loggar út rétt áður en einhver ræðst á þig)
  • Nr.6: Allt spam = mute
  • Nr.7: Admins eru á servernum til að hjálpa, vinsamlegast sýnið þeim virðingu
  • Nr.8: Bannað að safna upp mobs í xp gildru lengur en hálftíma. Refsingin er bara sú að þessum mobs verða bara eytt af admin/server og ekkert xp kemur frá þeim.
  • Nr.9: Bannað að nefna vopn óviðeigandi nöfnum, sá sem gerir það má búast við jail í allt að 5 daga og permaban ef viðkomandi gerir það aftur
  • Nr.10: Bannað er að birta upplýsingar um aðra svo sem nafn, kennitölu, heimilsfang, símanúmer og svo framvegis nema með leyfi viðkomandi. Brot á þessari reglu getur endað með permanent mute
  • Nr.11: Að spamma /spawner getur leitt til þess að admin tekur af þér permission á að nota það command
  • Nr.12: Auto walk hvors sem það er ofan á nether eða í main world er bannað
  • Nr.13: Bannað að nota LWC-pluginið til að búa til traps (private chests, furnace og etc.)
  • Nr.14: Bannað að nota hluti eða aðferðir til að halda sér inná servernum þótt að þú sért afk (t.d. afk pools eða álíka)
  • Nr.15: Bannað er að aðstoða við X-RAY, t.d. að mina diamonds sem að annar fann með X-RAY eða álíka (sætir sömu refsingu og X-RAYers)
  • Nr.16: Það er bannað að setja home í base, eða nálægt því í raid tilgangi


Chat reglur
  • Nr.1: Sýnið öllum virðingu, ekki bara admins heldur öllum sem eru á servernum
  • Nr.2: Engin ströng blótsyrði
  • Nr.3: Við getum búist við að það eru ungir spilarar á servernum og því eru links á grófar síður og gróft tal er stranglega bannað
  • Nr.4: Öll óviðeigandi hegðun er stranglega bönnuð
  • Nr.5: Bannað að auglýsa aðra servera í chat, fólk er ekki að spila til að sjá auglýsingar. Hægt er að nota forum til að auglýsa
Admin getur bannað þér að gera eitthvað þótt það standi ekki í reglunum

Admin getur bannað þig, mutað þig eða tekið perms af þér fyrir hvaða ástæðu sem er, þó svo að hún standi ekki hér í reglunum

Admin hafa endanlegt úrskurðunarvald um allan ágreining sem á innan servers, um gildissvið eða túlkun reglna og allt annað


Uppfært: 06.08.19
Gengi frá 05.07.19
Image
Locked

Return to “Survival - cc.minecraft.is”